Dúplum Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Björk Níelsdóttir sópran.
Dúplum Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari og Björk Níelsdóttir sópran.
Dúplum dúó heldur tónleika í kvöld kl. 20 á Sumartónleikum í Skálholti og bera þeir yfirskriftina Hugleiðingar um jökulvatn og ást .

Dúplum dúó heldur tónleika í kvöld kl. 20 á Sumartónleikum í Skálholti og bera þeir yfirskriftina Hugleiðingar um jökulvatn og ást . Dúettinn leggur áherslu á nútímaljóðlist og hvernig ljóðsöngur er túlkaður í dag, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar, sumartonleikar.is.

„Þær stöllur leitast við í tónlist sinni að ögra inni klassísku söngljóðahefð með óvenjulegri hljóðfæraskipan og túlkun sinni á frumsömdum verkum við texta samtímaskálda. Tónlistin er í senn brothætt, ljóðræn og hrá þar sem eingöngu er notast við söng og víóuleik,“ segir þar. Dúóið skipa Björk Níelsdóttir sópran og Þóra Margrét Sveinsdóttir víóluleikari. Aðgangur er ókeypis að tónleikunum en frjáls framlög vel þegin.