Dúkkuútgáfa af tónlistarmanninum David Bowie hefur verið sett á markað hjá framleiðendum Barbie. Dúkkueftirlíkingin er gerð til heiðurs goðsögninni David Bowie af því tilefni að 50 ár eru liðin frá því hann gaf út plötuna Hunky Dory.

Dúkkuútgáfa af tónlistarmanninum David Bowie hefur verið sett á markað hjá framleiðendum Barbie. Dúkkueftirlíkingin er gerð til heiðurs goðsögninni David Bowie af því tilefni að 50 ár eru liðin frá því hann gaf út plötuna Hunky Dory. Hunky Dory var fjórða breiðskífan úr smiðju Bowies en hún markaði nýtt upphaf hjá honum. Útlit dúkkunnar er eins konar stæling á því hvernig David Bowie kom fyrir sjónir í tónlistarmyndbandi við lagið Life On Mars, sem var fjórða lagið á Honky Dory-plötunni. Þá skartar dúkkan rauðu hári, dökkblárri augnskuggaförðun og óheyrilega miklum kinnalit sem endurspeglar þá goðsagnakenndu ímynd sem David Bowie hafði.

Nánar á K100.is