Sjö Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Íslands í gær.
Sjö Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur í liði Íslands í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Ísland og Serbía skildu jöfn, 28:28, í fyrsta leiknum á Evrópumóti U20 ára karlalandsliða í handknattleik sem hófst í Portúgal í gær. Íslenska liðið náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var yfir 18:15 að honum loknum.

Ísland og Serbía skildu jöfn, 28:28, í fyrsta leiknum á Evrópumóti U20 ára karlalandsliða í handknattleik sem hófst í Portúgal í gær. Íslenska liðið náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik og var yfir 18:15 að honum loknum. Serbar voru hins vegar yfir, 28:25, þegar fimm mínútur voru eftir en íslenska liðið skoraði þrjú síðustu mörkin.

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur með sjö mörk og Brynjar Vignir Sigurjónsson var með 41 prósent markvörslu en hann varði 13 skot í leiknum.