Noregur HamKam – Bodö/Glimt 0:2 • Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Odd – Lilleström 1:2 • Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Lilleström á 73. mínútu.

Noregur

HamKam – Bodö/Glimt 0:2

• Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt.

Odd – Lilleström 1:2

• Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á hjá Lilleström á 73. mínútu.

Molde – Haugesund 1:0

• Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde vegna meiðsla.

Sarpsborg – Vålerenga 0:1

• Brynjar Ingi Bjarnason var allan tímann á bekknum hjá Vålerenga .

Viking – Kristiansund 2:1

• Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark Viking allan leikinn. Samúel Kári Friðjónsson kom inn á 64. mínútu.

• Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 86 mínúturnar með Kristiansund og lagði upp mark.

B-deild:

Ranheim – Sogndal 3:3

• Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn með Sogndal, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Valdimar Þór Ingimunarson lék fyrstu 89 mínúturnar og skoraði og Hörður Ingi Gunnarsson lék allan leikinn.

Danmörk

Köbenhavn – Horsens 0:1

• Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Köbenhavn og Ísak B. Jóhannesson fyrstu 66 mínúturnar. Orri Steinn Óskarsson var ekki í hópnum.

• Aron Sigurðarson lék fyrstu 77 mínúturnar með Horsens.

Bröndby – AGF 1:0

• Mikael Anderson lék fyrstu 68 mínúturnar með AGF.

Lyngby – Silkeborg 2:2

• Sævar Atli Magnússon kom inn á hjá Lyngby á 68. mínútu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið.

• Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 72 mínúturnar með Silkeborg.

Bandaríkin

Philadelphia – New England 2:1

• Arnór Ingvi Traustason lék seinni hálfleikinn með New England.