Topplið Breiðabliks vann sætan 3:2-útisigur á Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði jöfnunarmark Blika skömmu fyrir leikslok og sigurmarkið í uppbótartíma.
Topplið Breiðabliks vann sætan 3:2-útisigur á Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði jöfnunarmark Blika skömmu fyrir leikslok og sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn þýðir að Breiðablik er áfram með sex stiga forskot á Víking á toppi deildarinnar. Þá vann ÍBV sinn fyrsta sigur í sumar er liðið fékk Val í heimsókn. Eftir hörkuleik hafði ÍBV að lokum betur, 3:2, þar sem Halldór Jón Sigurður Þórðarson skoraði þrennu. Þá vann KA stórsigur á Leikni á útivelli, 5:0. 26