Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
Hrafnar Viðskiptablaðsins töldu sig í liðinni viku sjá merki þess að borgarstjóri væri farinn að ókyrrast, sem þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Hann er búinn að tapa hverjum kosningunum á fætur öðrum og þó að honum tækist að hanga nokkra mánuði enn á borgarstjórastólnum eftir byrjendamistök viðsemjanda þá veit hann sem er að hann á ekki erindi í fleiri kosningar í borginni.

Hrafnar Viðskiptablaðsins töldu sig í liðinni viku sjá merki þess að borgarstjóri væri farinn að ókyrrast, sem þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Hann er búinn að tapa hverjum kosningunum á fætur öðrum og þó að honum tækist að hanga nokkra mánuði enn á borgarstjórastólnum eftir byrjendamistök viðsemjanda þá veit hann sem er að hann á ekki erindi í fleiri kosningar í borginni.

Huginn og Muninn skrifuðu: „Það dró til tíðinda í gær þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, blandaði sér í þjóðmálaumræðuna og tjáði sig um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík. Málflutningur Dags um kvótakerfið og meint líkindi við atriði í þáttaröðinni Verbúðinni á RÚV hafa eflaust fallið vel í kramið hjá flokkssystkinum í Samfylkingunni.

Dagur hefur alla jafna lítt blandað sér í landsmálaumræðuna á sviðum sem ekki tengjast beint borgarmálunum. Dagur er þar væntanlega að máta sig við formannsframboð í Samfylkingunni í haust og kosningaslag við Kristrúnu Frostadóttur. Verði Dagur formaður má vænta þess að hann muni herja af fullum krafti á landsmálin eftir að hann lætur af störfum sem borgarstjóri í lok næsta árs.“

Dagur kannast ekki sjálfur við að hafa hugleitt formannsframboð en popúlískt útspil hans segir allt sem segja þarf. Og vissulega er verk að vinna á landsvísu. Þar hefur Samfylkingin ekki goldið jafn mikið og samfellt afhroð og í Reykjavík þannig að Dags er beðið með eftirvæntingu.