Við götur Flórens-borgar er margt frýnilegt að sjá, enda borgin stundum kölluð Fagurborgin. Ítalskir listamenn hafa lengi verið í fremstu röð og sett tóninn fyrir margar komandi kynslóðir listamanna víðs vegar um heim.

Við götur Flórens-borgar er margt frýnilegt að sjá, enda borgin stundum kölluð Fagurborgin. Ítalskir listamenn hafa lengi verið í fremstu röð og sett tóninn fyrir margar komandi kynslóðir listamanna víðs vegar um heim. Hinn 55 ára gamli Clet Abraham hefur undanfarin ár sett svip sinn á borgina með skoplegum og sniðugum götulistaverkum sem prýða umferðarmerki við götur Flórens. Clet býr til límmiða í öllum stærðum og gerðum, sem mynda fígúrur eða gamansöm form, sem hann límir á umferðarmerki við mikinn fögnuð vegfarenda. Uppátækinu hefur verið vel tekið á meðal almennings enda margt um sprenghlægileg og stórsnjöll listaverk frá Clet vítt og breitt um borgina.

Nánar á K100.is