Slys Maður keyrði fánastöngina niður fyrir tveimur og hálfu ári.
Slys Maður keyrði fánastöngina niður fyrir tveimur og hálfu ári. — Morgunblaðið/Albert Kemp
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Frönskum fána hefur ekki verið flaggað fyrir utan frönsku kapelluna í Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð á Frönskum dögum síðustu tvö ár en það er sökum þess að fánastöngin sem hefur legið hjá kapellunni í lengri tíma hefur ekki verið endurreist.

Frönskum fána hefur ekki verið flaggað fyrir utan frönsku kapelluna í Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð á Frönskum dögum síðustu tvö ár en það er sökum þess að fánastöngin sem hefur legið hjá kapellunni í lengri tíma hefur ekki verið endurreist. Fánastöngin féll fyrir tveimur og hálfu ári þegar maður ók bifreið sinni út af Hamarsgötu í bænum og á flaggstöngina. Síðan þá hefur hún legið við hlið kapellunnar og fúnað. Hún liggur þar enn þegar minna en vika er til Franskra daga.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir í samtali við Morgunblaðið að enn sé ekki öll von úti fyrir fánastöngina og að hún gæti verið reist í vikunni. Jón bendir þó á að Fosshótel eigi fánastöngina og hann segir það vera þeirra að endurreisa hana. Segist hann ómögulega vilja grípa fram fyrir hendurnar á hótelinu en segir að ef hótelið óski eftir aðstoð þá séu bæjaryfirvöld tilbúin að leggja hönd á plóg til að endurreisa fánastöngina. „Ég mun fylgja því eftir fyrir komandi Franska daga og athuga hvort það sé ekki búið að laga þetta.“

Hótelstjóri Fosshótels kom hins vegar af fjöllum þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans.