Sigur Cameron Smith fagnar fyrsta sigrinum á risamóti í gærkvöldi.
Sigur Cameron Smith fagnar fyrsta sigrinum á risamóti í gærkvöldi. — AFP
Ástralinn Cameron Smith fagnaði sínum fyrsta sigri á risamóti í golfi er hann bar sigur úr býtum á Opna mótinu á Gamla vellinum í St Andrews í Skotlandi í gær. Mótið var fjórða og síðasta risamót ársins.
Ástralinn Cameron Smith fagnaði sínum fyrsta sigri á risamóti í golfi er hann bar sigur úr býtum á Opna mótinu á Gamla vellinum í St Andrews í Skotlandi í gær. Mótið var fjórða og síðasta risamót ársins. Smith vann eftir harða baráttu við Bandaríkjamanninn Cameron Young og Norður-Írann Rory McIlroy en hann lék hringina fjóra á samanlagt 20 höggum undir pari, einu höggi betur en Young og tveimur betur en McIlroy. Smith átti gríðarlega góðan lokahring því hann lék á 64 höggum, átta höggum undir pari.