— Morgunblaðið/Eggert
Örlög Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu ráðast í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli keppninnar á New York-vellinum í Rotherham.

Örlög Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu ráðast í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli keppninnar á New York-vellinum í Rotherham. Með sigri tryggir liðið sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en jafntefli eða tap gæti einnig dugað íslenska liðinu til þess að komast áfram í útsláttarkeppninni, ef hagstæð úrslit verða í hinum leik riðilsins þar sem Ítalía og Belgía mætast í Manchester á sama tíma.

Agla María Albertsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru í góðum gír á æfingu íslenska liðsins í Rotherham í gær en Glódís Perla, til hægri, var gerð að varafyrirliða íslenska liðsins fyrir mótið á Englandi. 27