Hildur Guðnadóttir
Hildur Guðnadóttir — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Tónlist eftir Hildi Guðnadóttur og Jóhann Jóhannsson undir stjórn Daliu Stasevska mun hljóma á tónleikunum „Prom 8: Russian Romance and Icelandic Elements“ sem haldnir eru í Royal Albert Hall í kvöld, miðvikudag, kl. 19.

Tónlist eftir Hildi Guðnadóttur og Jóhann Jóhannsson undir stjórn Daliu Stasevska mun hljóma á tónleikunum „Prom 8: Russian Romance and Icelandic Elements“ sem haldnir eru í Royal Albert Hall í kvöld, miðvikudag, kl. 19.30 að enskum tíma og hlusta má á í beinni á BBC Radio 3. Einnig má hlusta á tónleikana í gegnum vef BBC og BBC Sounds-appið í snjallsímum og spjaldtölvum, en upptökurnar eru aðgengilegar á vef BBC Radio 3 og Proms í nokkurn tíma eftir að tónleikum lýkur.

Verkið Archora eftir Önnu Þorvaldsdóttur verður heimsfrumflutt undir stjórn Evu Ollikainen í sama tónleikasal 11. ágúst kl. 19.30 að enskum tíma á tónleikum sem bera yfirskriftina „Prom 34: Thorvaldsdottir, Elgar and Sibelius“. Þá tónleika verður einnig hægt að hlusta á í beinni útsendingu á BBC Radio 3 og á vef BBC. Þess má geta að verkið Archora er á efnisskrá upphafstónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 8. september.