Stigahæstur Ólafur Gunnlaugsson átti góðan leik fyrir Ísland í gær.
Stigahæstur Ólafur Gunnlaugsson átti góðan leik fyrir Ísland í gær. — Ljósmynd/FIBA
Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta vann 97:55-stórsigur á Lúxemborg í B-deild Evrópumótsins í Georgíu í gær og tryggði sér í leiðinni sæti í átta liða úrslitunum.

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta vann 97:55-stórsigur á Lúxemborg í B-deild Evrópumótsins í Georgíu í gær og tryggði sér í leiðinni sæti í átta liða úrslitunum. Íslenska liðið var með mikla yfirburði frá upphafi til enda en staðan í hálfleik var 49:17. Ólafur Gunnlaugsson fór á kostum hjá íslenska liðinu og skoraði 27 stig. Þorvaldur Árnason gerði 15 og Ólafur Styrmisson 11.

Ísland leikur annaðhvort við Norður-Makedóníu eða heimamenn í Georgíu í átta liða úrslitum.