— AFP/Julien De Rosa
Franski götufimleikameistarinn Charles Poujade sýnir færni sína í miðbæ Parísar í gær. Poujade leggur stund á parkour sem meðal annars hefur hlotið íslensku þýðinguna götufimleikar.

Franski götufimleikameistarinn Charles Poujade sýnir færni sína í miðbæ Parísar í gær. Poujade leggur stund á parkour sem meðal annars hefur hlotið íslensku þýðinguna götufimleikar. Franska orðsifjafræðin að baki fyrirbærinu er þó snúnari en þar er hugtakið dregið af parcours du combattant sem vísar til þrautabrauta í herþjálfun.

Parkour snýst um að iðkandinn tileinki sér þá list að koma sér frá punkti A til punkts B á sem stystum tíma og með því að nýta umhverfi sitt og hluti í því til hins ýtrasta. Finna má myndskeið af Poujade á YouTube sem vekja í senn skelfingu og aðdáun. Rúmfræði Evklíðs fjallar meðal annars um punkta og línur í plani og það gerir parkour kannski einnig á sinn hátt.