Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trymbillinn Magnús Trygvason Eliassen halda uppi sumarstemningu í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30.
Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trymbillinn Magnús Trygvason Eliassen halda uppi sumarstemningu í Mengi í kvöld kl. 21, en húsið verður opnað kl. 20.30. „Á samstarfsferli sínum hefur tvíeykið Magnús og Tumi ævinlega fetað framandi og framsæknar slóðir. Laglínur hlykkjast innan um rytmískar áferðir, svipmyndir umbreytast jafnharðan og þær formgerast. Árið 2019 kom út hljómplatan Allt er ómælið, við einstaklega góðar undirtektir. Tvíeykið vinnur nú að nýrri breiðskífu,“ segir í tilkynningu frá tónleikahaldara.