Engin klisja. N-NS Norður &spade;ÁD52 &heart;D9 ⋄ÁD832 &klubs;95 Vestur Austur &spade;1087 &spade;KG6 &heart;654 &heart;32 ⋄KG75 ⋄10964 &klubs;G82 &klubs;D1074 Suður &spade;943 &heart;ÁKG1087 ⋄-- &klubs;ÁK63 Suður spilar 6&heart;.

Engin klisja. N-NS

Norður
ÁD52
D9
ÁD832
95

Vestur Austur
1087 KG6
654 32
KG75 10964
G82 D1074

Suður
943
ÁKG1087
--
ÁK63

Suður spilar 6.

„Er þetta nógu svínslegt fyrir þig?“ Mörgæsin var hálffoj út í Göltinn fyrir að kalla spil gærdagsins klisju. Nú hafði Magnús fundið þraut af öðru tagi – 6 með trompi út.

„Svona – svona, Magnús minn. Ég ætlaði ekki að særa þig.“ Gölturinn skoðaði spilið og kinkaði hugsandi kolli.

„Þetta er flott spil,“ sagði Óskar, sem hafði fylgst með að axlarbaki: „Við spilum laufi þrisvar og trompum, stingum tígul heim, aftrompum vörnina og spilum fjórða laufinu. Hér lendir austur inni og verður að spila upp í gaffal og gefa okkur tólfta slaginn. Ef vestur reynist eiga fjórða laufið eigum við spaðasvíninguna eftir.“

Gölturinn gat ekki annað en verið sammála: „Þetta verður nú seint talið svínslegt spil, en klisja er þetta alla vega ekki. Batnandi manni er best að lifa.“