Hættur Martin Sjögren er hættur þjálfun norska landsliðsins.
Hættur Martin Sjögren er hættur þjálfun norska landsliðsins. — AFP
Svíinn Martin Sjögren hefur sagt upp störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir vonbrigðin á Evrópumótinu á Englandi. Noregi mistókst að fara upp úr riðlakeppninni eftir 0:8 tap fyrir Englandi og 0:1-tap fyrir Austurríki.
Svíinn Martin Sjögren hefur sagt upp störfum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir vonbrigðin á Evrópumótinu á Englandi. Noregi mistókst að fara upp úr riðlakeppninni eftir 0:8 tap fyrir Englandi og 0:1-tap fyrir Austurríki. Sjögren tók við norska liðinu árið 2016 og fór með það í átta liða úrslit á HM 2019. Undir hans stjórn hefur norska liðinu hinsvegar mistekist að fara upp úr riðlakeppninni á tveimur Evrópumótum í röð. Aðstoðarmaður hans, Anders Jacobsen, hefur einnig látið af störfum.