Þrístökk Yulimar Rojas átti lengsta stökk ársins á HM í Oregon.
Þrístökk Yulimar Rojas átti lengsta stökk ársins á HM í Oregon. — AFP
Yulimar Rojas, ólympíumeistarinn í þrístökki kvenna, varð í gær heimsmeistari í þriðja sinn er hún stökk 15,47 metra á HM í Oregon í Bandaríkjunum.

Yulimar Rojas, ólympíumeistarinn í þrístökki kvenna, varð í gær heimsmeistari í þriðja sinn er hún stökk 15,47 metra á HM í Oregon í Bandaríkjunum. Stökkið er það lengsta á árinu en þó 20 sentímetrum styttra en heimsmetsstökkið frá Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra.

Mutaz Barshim frá Katar varð heimsmeistari í hástökki í þriðja sinn er hann stökk 2,37 metra, sem er hæsta stökk ársins. Hann reyndi við 2,42 metra, sem hefði verið mótsmet, en hætti eftir eina misheppnaða tilraun.