Kaffibolli Einn þeirra muna sem fundist hafa í fornleifarannsókninni.
Kaffibolli Einn þeirra muna sem fundist hafa í fornleifarannsókninni.
Fornleifarannsóknin Fornar rætur Árbæjar, sem stendur yfir á bæjarstæði Árbæjar, verður kynnt í kvöld kl. 20.

Fornleifarannsóknin Fornar rætur Árbæjar, sem stendur yfir á bæjarstæði Árbæjar, verður kynnt í kvöld kl. 20. Sólrún Inga Traustadóttir, stjórnandi rannsóknarinnar, mun leiða gesti og gangandi um uppgraftarsvæðin á bæjarstæðinu og segja frá fornleifum og -gripum sem hafa komið í ljós.

„Leiðsögninni lýkur á sýningu um rannsóknina í einu safnhúsanna þar sem gestum gefst kostur á að móta nýjar rannsóknarspurningar með því að taka þátt í könnun og þiggja kaffi og kleinur,“ segir í tilkynningu. Viðburðurinn er ókeypis.