Brynjaður vargfugl í forsal vinda.
Brynjaður vargfugl í forsal vinda.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur samið við Lockheed Martin-verksmiðjurnar um framleiðslu 375 F-35-orrustuþotna næstu þrjú árin. Þetta tilkynnti William LaPlante, innkaupastjóri vopna hjá ráðuneytinu, í gær og kvað ánægjuefni.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur samið við Lockheed Martin-verksmiðjurnar um framleiðslu 375 F-35-orrustuþotna næstu þrjú árin. Þetta tilkynnti William LaPlante, innkaupastjóri vopna hjá ráðuneytinu, í gær og kvað ánægjuefni.

Kostnaðurinn við smíðina er 30 milljarðar dala, jafnvirði rúmra 4.000 milljarða íslenskra króna. Algengasta útgáfa F-35 er F-35A, sem norski herinn hefur keypt í tugatali til að leysa fornan F-16-flota sinn af hólmi. Sú framleiðsla, sem nú mun líta dagsins ljós, er fimmta kynslóð F-35, sem fyrst var framleidd árið 2007. Vélarnar eru þeirrar náttúru að vera torséðar á ratsjám.