Óvenju margir Íslendingar heimsóttu Hafnarhúsið í gær, en frítt var inn á listasafnið vegna níræðisafmælis listamannsins Errós. Boðið var upp á leiðsagnir um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda .

Óvenju margir Íslendingar heimsóttu Hafnarhúsið í gær, en frítt var inn á listasafnið vegna níræðisafmælis listamannsins Errós. Boðið var upp á leiðsagnir um sýninguna Erró: Sprengikraftur mynda .

„Það komu gríðarlega margir og var mjög góð stemning. Einnig komu óvenju margir Íslendingar í safnið í dag miðað við hásumar“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafnsins í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið.

Alls var boðið upp á þrjár leiðsagnir, bæði á ensku og íslensku, um sýninguna en það voru þær Halla Margrét Jóhannesdóttir og Becky Forsythe sem sáum um leiðsagnirnar. Sýningin er sú stærsta hingað til á verkum hans hér á landi.