Rokkarinn Stebbi Jak, söngvari Dimmu, opnar dyrnar að heimili sínu og heldur tónleikaröð í bílskúrnum hjá sér annað árið í röð. Næstsíðustu tónleikarnir fara fram næstkomandi föstudagskvöld í húsakynnum Stebba.

Rokkarinn Stebbi Jak, söngvari Dimmu, opnar dyrnar að heimili sínu og heldur tónleikaröð í bílskúrnum hjá sér annað árið í röð. Næstsíðustu tónleikarnir fara fram næstkomandi föstudagskvöld í húsakynnum Stebba. Stebbi er búsettur í snotru einbýlishúsi í Mývatnssveit en við húsið stendur rúmgóður bílskúr sem Stebba þótti kjörið að nýta sem aðstöðu til tónleikahalds, fremur en að hýsa bíldrusluna. „Þetta er 42 fermetra bílskúr,“ sagði Stebbi í morgunþættinum Ísland vaknar. „Ég er með 35 miða í sölu. Ég gæti farið upp í 45 ef ég vildi troða en ég vil ekki hafa þetta óþægilegt.“ Miðasala er í fullum gangi en síðast komust færri að en vildu, enda um einstaka upplifun að ræða.

Nánar á K100.is