Gylfi Þór Þorsteinsson
Gylfi Þór Þorsteinsson
Alls hafa 1.379 flóttamenn frá Úkraínu komið til landsins en í heildina hefur verið tekið á móti 2.205 flóttamönnum í ár. Fyrir tveimur vikum höfðu 1.293 komið frá Úkraínu og 2.042 flóttamenn í heildina.

Alls hafa 1.379 flóttamenn frá Úkraínu komið til landsins en í heildina hefur verið tekið á móti 2.205 flóttamönnum í ár. Fyrir tveimur vikum höfðu 1.293 komið frá Úkraínu og 2.042 flóttamenn í heildina.

Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri teymis um móttöku flóttafólks frá Úkraínu, segir í samtali við mbl.is að aðeins færri komi núna til landsins en fyrir nokkrum vikum.

„Við vitum það líka að það er dýrara að fljúga, svona yfir hásumarið, þannig að það mun eflaust draga aðeins úr komu flóttafólks á meðan. Undanfarin ár hafa sýnt okkur að flestir koma á haustin, þannig að það má búast við að flóttafólki fjölgi aftur,“ segir Gylfi.