[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa gengið frá kaupum á hollenska knattspyrnumanninum Matthijs de Ligt frá Juventus. Bayern greiðir 80 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem var í þrjú ár hjá Juventus.

*Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa gengið frá kaupum á hollenska knattspyrnumanninum Matthijs de Ligt frá Juventus. Bayern greiðir 80 milljónir evra fyrir leikmanninn, sem var í þrjú ár hjá Juventus. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára er leikmaðurinn reynslumikill en hann sló kornungur í gegn hjá Ajax. Þá hefur hann leikið 38 landsleiki fyrir Holland.

*Juventus mun að öllum líkindum fylla í skarðið sem de Ligt skilur eftir sig með kaupum á Gleison Bremer frá nágrönnunum í Tórínó. Juventus greiðir 40 milljónir evra fyrir brasilíska varnarmanninn og mun hann skrifa undir fimm ára samning við stórliðið. Hann lék 98 leiki með Tórínó.

*Nýliðar Hattar í efstu deild karla í körfubolta hafa fengið til liðs við sig hinn 38 ára gamla Obie Trotter sem mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Trotter er bandarískur leikstjórnandi en er með ungverskt vegabréf og því skráður sem Evrópumaður.

*Ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal og Manchester City hafa komist að samkomulagi um kaupverð á Oleksandr Zinchenko , landsliðsmanni Úkraínu í fótbolta. Arsenal greiðir 32 milljónir punda fyrir bakvörðinn.