Garður Vinsæl Skötumessa.
Garður Vinsæl Skötumessa. — Morgunblaðið/GE
Uppselt var á Skötumessuna sem haldin var í Gerðaskóla í gærkvöld. Þar var á borðum kæst skata og saltfiskur með tilheyrandi meðlæti. Dói og Baldvin léku harmónikkulög fyrir matinn.

Uppselt var á Skötumessuna sem haldin var í Gerðaskóla í gærkvöld. Þar var á borðum kæst skata og saltfiskur með tilheyrandi meðlæti.

Dói og Baldvin léku harmónikkulög fyrir matinn. Páll Rúnar Pálsson frá Heiði í Mýrdal söng og félagarnir Davíð Már og Óskar Ívarsson sungu við undirleik Jarls Sigurgeirssonar. Þá söng Sísí Ástþórs við undirleik Kristjáns R. Guðnasonar og Jón Arnór og Baldur fluttu nokkur lög. Jarl Sigurgeirsson stjórnaði fjöldasöng og karlakórinn Smaladrengir frá Kjalarnesi söng. Einsöng og dúett með kórnum sungu Jón Magnús Jónsson og Ólafur Magnússon. Ræðumaður kvöldsins var Sigurður Tómasson.

Þá var úthlutað styrkjum Skötumessunnar sem byggjast á miðasölunni og stuðningi ýmissa velunnara. Á meðal þeirra sem hlutu styrki að þessu sinni voru Ferðasjóður NES, Velferðarsjóður Suðurnesja, Knattspyrnufélagið Víðir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, ferðasjóður Bjargarinnar, dagdvöl aldraðra í Garði, Krabbameinsfélag Suðurnesja og ýmsir einstaklingar sem eiga um sárt að binda.

Helstu bakhjarlar Skötumessunnar eru Skólamatur, Suðurnesjabær, Icelandair og gestir sem mæta á viðburðinn.

gudni@mbl.is