— AFP/Getty Images/Brandon Bell
Aðvörun um „háskalega hitabylgju“ náði til 110 milljóna Bandaríkjamanna í rúmlega tuttugu ríkjum landsins í gær. „Komið ykkur á svala staði og gætið hvert að öðru,“ hljómuðu einföld skilaboð frá stjórnvöldum þar.

Aðvörun um „háskalega hitabylgju“ náði til 110 milljóna Bandaríkjamanna í rúmlega tuttugu ríkjum landsins í gær. „Komið ykkur á svala staði og gætið hvert að öðru,“ hljómuðu einföld skilaboð frá stjórnvöldum þar.

Hve heitast hefur orðið í kolunum í Suðvestur- og syðri miðríkjum Bandaríkjanna, svo sem í Texas, þar sem hitastig fór yfir 100 gráður á Fahrenheit í gær, 38 gráður á Celsíus. Keyrði raforkunotkun þar um þverbak, þegar fólk knúði loftkælingarbúnað heimila sinna til hins ýtrasta. Reikna veðurfræðingar vestanhafs með því að ekkert lát verði á hitanum fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi, auk þess sem rakt loft í mörgum ríkjum gerir ástandið þungbærara þeim sem viðkvæmir eru fyrir miklum hita.