Blíðan Gott er að vera vel búinn.
Blíðan Gott er að vera vel búinn. — Morgunblaðið/Kristinn
Veðurstofa Íslands treystir sér ekki til þess að segja fyrir um veðurfar um verslunarmannahelgi. „Það eru enn tíu dagar í þetta og lítið hægt að segja til um það,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur, í samtali við Morgunblaðið.

Veðurstofa Íslands treystir sér ekki til þess að segja fyrir um veðurfar um verslunarmannahelgi. „Það eru enn tíu dagar í þetta og lítið hægt að segja til um það,“ segir Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur, í samtali við Morgunblaðið.

„Ég tel að ég geti sagt að líklega verði lægð nálægt landinu, það er ekki hægt að segja mikið meira um það og það er ekkert hægt að skipuleggja út frá því,“ segir Björn. Hins vegar sé ólíklegt að hlýtt loft sunnan úr álfu streymi hingað norður eftir, yfirleitt þokist það austur.

Í erlendum veðurspám er ekki gert ráð fyrir miklum hlýindum í upphafi verslunarmannahelgar. Reiknað er með 8-10°C og votviðri sunnan- og vestanlands, en 13-15°C norðeystra.