Molinn Frá lokahátíðinni 2019.
Molinn Frá lokahátíðinni 2019.
Lista- og uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi verður haldin í Molanum í Kópavogi í dag milli kl. 17 og 20. Þar gefst gestum tækifæri til að sjá afrakstur tveggja mánaða vinnu hjá listafólki sumarsins.

Lista- og uppskeruhátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi verður haldin í Molanum í Kópavogi í dag milli kl. 17 og 20. Þar gefst gestum tækifæri til að sjá afrakstur tveggja mánaða vinnu hjá listafólki sumarsins.

„Á dagskránni má sjá stuttmyndagerð og myndlistarsýningar, hlusta á hverfisskiptan söng þrasta, skoða járn unnið úr mýrarrauða, tónlistargjörninga, vegglist, bókverk, einleik í útileikhúsi og margt fleira,“ segir í tilkynningu frá Kópavogi. Þar kemur fram að starfið veiti ungu listafólki á aldrinum 18-25 ára tækifæri til að vinna að eigin listsköpun „og hefur það reynst mikilvægur stökkpallur fyrir margt af efnilegasta listafólki landsins“.