Þórólfur Guðnason
Þórólfur Guðnason — Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað verulega á síðustu tveimur mánuðum og hafa þau á undanförnum vikum mælst um 20% af daglegum fjölda smita. „Fjölgunin tengist auknu nýgengi á BA.

Endursmitum af völdum Covid-19 hefur fjölgað verulega á síðustu tveimur mánuðum og hafa þau á undanförnum vikum mælst um 20% af daglegum fjölda smita. „Fjölgunin tengist auknu nýgengi á BA.5 afbrigði kórónuveirunnar en þetta afbrigði veldur nú um 80% allra smita hér á landi,“ segir í tilkynningu frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Samkvæmt skráningu hafa 5.116 greinst tvisvar hérlendis og 19 þrisvar, en endursmitin gætu þó verið mun fleiri. Endursmit eru 2,6% af öllum smitum en reikna má með að hlutfallið sé hærra, því ekki fara allir með endursmit í opinber próf.“ Þá segir Þórólfur að helsti óvissuþátturinn í dag hvað varðar kórónuveirufaraldurinn, snúi að því hversu vel og lengi ónæmi varir eftir sýkingu og/eða bólusetningu.