Ljóst er nú að slagurinn um stól Borisar Johnsons, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtoga breska Íhaldsflokksins, stendur milli utanríkisráðherrans Liz Truss og fyrrverandi fjármálaráðherrans og nú þingmannsins Rishi Sunak.

Ljóst er nú að slagurinn um stól Borisar Johnsons, fráfarandi forsætisráðherra og leiðtoga breska Íhaldsflokksins, stendur milli utanríkisráðherrans Liz Truss og fyrrverandi fjármálaráðherrans og nú þingmannsins Rishi Sunak. Hlaut sá síðarnefndi 137 atkvæði flokkssystkina sinna við atkvæðagreiðslu í gær en Truss 113.

Viðskiptaráðherrann Penny Mordaunt, sem talin var sigurstrangleg, hlaut ekki náð fyrir augum þingflokksins og hverfur af vígvellinum með 105 atkvæði. Með atkvæðagreiðslunni náðist naumlega að skera úr um lokakandídata áður en breska þingið fer í sumarfrí í dag.

Nú er það undir 160 þúsund íhaldsflokksmönnum komið að velja leiðtoga flokksins. Atkvæðagreiðslunni lýkur 2. september og þann 5. september verður tilkynnt um nýjan forsætisráðherra.