Jafar Panahi
Jafar Panahi
Íranska kvikmyndaleikstjóranum Jafar Panahi, sem hnepptur var í varðhald í Tehran í síðustu viku, hefur verið tilkynnt að hann muni sæta fangelsisvist næstu sex árin. Frá þessu greinir BBC .

Íranska kvikmyndaleikstjóranum Jafar Panahi, sem hnepptur var í varðhald í Tehran í síðustu viku, hefur verið tilkynnt að hann muni sæta fangelsisvist næstu sex árin. Frá þessu greinir BBC .

Íranskir fréttamiðlar segja að Panahi hafi verið handtekinn eftir að hann lagði leið sína í Evin-fangelsið til að leita frétta af tveimur öðrum kvikmyndaleikstjórum sem nýverið voru handteknir. Tahereh Saeedi, eiginkona Panahi, segir að honum hafi þá verið tilkynnt að hann ætti útistandandi sex ára fangelsisdóm. Líkir hún handtökunni við mannrán og segir að hvorki hafi verið gætt að lagalegum né borgaralegum réttindum Panahi. Leikstjórinn, sem er 62 ára, hefur hlotið fjölda virtra alþjóðlegra verðlauna fyrir myndir sínar.