Antoine Gouy úr Stranger Things.
Antoine Gouy úr Stranger Things.
Annan ársfjórðunginn í röð heldur áskrifendum streymisveitunnar Netflix áfram að fækka. Á tímabilinu frá janúar til mars fækkaði áskrifendum um 200.000 og frá apríl til júní fækkaði þeim um 970.000. Frá þessu greinir Politiken .
Annan ársfjórðunginn í röð heldur áskrifendum streymisveitunnar Netflix áfram að fækka. Á tímabilinu frá janúar til mars fækkaði áskrifendum um 200.000 og frá apríl til júní fækkaði þeim um 970.000. Frá þessu greinir Politiken . Þar kemur fram að þetta sé minni samdráttur en stjórnendur Netflix höfðu búist við, en þar á bæ þakka menn þáttaröðinni Stranger Things að fækkun áskrifenda sé ekki meiri. Alls er streymisveitan með 221 milljón áskrifenda um allan heim. Samkvæmt fréttaveitunni Reuters reikna stjórnendur Netflix með að áskrifendum fari að fjölga aftur á þriðja fjórðungi ársins, en bent er á að samkeppnin sé hörð frá veitum á borð við Apple TV, HBO Max, Amazon Prime og Disney+.