Sænskur Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópuliðsins.
Sænskur Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópuliðsins. — AFP
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi, þar sem hann hefur þegið boð um að keppa á LIV-mótaröðinni umdeildu.

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson verður ekki fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi, þar sem hann hefur þegið boð um að keppa á LIV-mótaröðinni umdeildu.

Mótaröðin hefur valdið fjaðrafoki í golfheiminum en þar eru verðlaunaupphæðir mun hærri en á öðrum mótaröðum. Talið er að stjórnvöld í Sádi-Arabíu fjármagni mótaröðina til að fegra land og þjóð í skugga mannréttindabrota. Stenson vann Opna mótið árið 2016 og er það eini risatitill Svíans.