[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Argentínski knattspyrnumaðurinn Paulo Dybala hefur gert þriggja ára samning við ítalska félagið Roma. Hann kemur til Roma frá Juventus á frjálsri sölu en hann kom til Juventus frá Palermo árið 2015.

*Argentínski knattspyrnumaðurinn Paulo Dybala hefur gert þriggja ára samning við ítalska félagið Roma. Hann kemur til Roma frá Juventus á frjálsri sölu en hann kom til Juventus frá Palermo árið 2015.

*Körfuknattleiksmaðurinn Austin Bracey hefur gengið til liðs við Ármann og mun leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deildinni. Auk þess mun hann þjálfa yngri flokka félagsins. Austin er 32 ára gamall bakvörður. Hann hefur leikið 250 leiki á Íslandi frá árinu 2012 með Val, Haukum, Snæfelli, Hetti og Selfossi.

* Jose Medina hefur yfirgefið Hauka, sem unnu 1. deild karla í körfubolta á síðustu leiktíð, og gengið í raðir Hamars á nýjan leik. Hann lék fyrst með Hamri hér á landi og skoraði 22 stig og tók 11 stoðsendingar í leik, tímabilið 2020/-21. Hann gerði 19 stig og gaf sjö stoðsendingar í leik með Haukum á síðustu leiktíð.

*Handknattleiksdeild Aftureldingar hefur framlengt samning sinn við Sylvíu Björt Blöndal um tvö ár. Sylvía varð næstmarkahæst allra í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð með 120 mörk, þrátt fyrir að Afturelding hafi fallið úr efstu deild. Hún mun því leika með liðinu í 1. deild.