Magnað meðlæti Bakaðar kartöflur standa alltaf fyrir sínu en þegar búið er að fylla þær með beikoni og dýrindis osti er fátt sem toppar þær.
Magnað meðlæti Bakaðar kartöflur standa alltaf fyrir sínu en þegar búið er að fylla þær með beikoni og dýrindis osti er fátt sem toppar þær.
Ef það er eitthvað sem við elskum, þá eru það góðar bakaðar kartöflur. Þær eru nánast jafnmikilvægar og kjötið sjálft, enda bragðast þær unaðslega – ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert.

Ef það er eitthvað sem við elskum, þá eru það góðar bakaðar kartöflur. Þær eru nánast jafnmikilvægar og kjötið sjálft, enda bragðast þær unaðslega – ekki síst þegar búið er að bragðbæta þær með hinum ýmsu aðferðum eins og hér er gert. Himneskar kartöflur myndi einhver segja og við tökum heils hugar undir það.

Kartöflur

Beikon

Paprika

Vorlaukur

Ólífuolía

Salt

Piparostur frá Örnu

2 msk. rjómaostur

Kóríander

Sýrður rjómi

Þetta er ein af þessum frjálslegu uppskriftum þar sem manni er í sjálfsvald sett hversu mikið af hráefnum maður notar hverju sinni. Það eina sem við ráðleggjum, er að vera ekki spar á beikonið. Byrjið á að setja kartöflurnar í álpappír og á grillið.

Skerið paprikuna og vorlaukinn niður í eins stóra bita og kostur er. Penslið með ólífuolíu og saltið.

Grillið paprikuna, vorlaukinn og beikonið. Takið því næst af grillinu og skerið niður í bita. Saxið niður smá kóríander.

Takið kartöflurnar af grillinu og skerið kross í þær. Opnið kartöfluna með því að þrýsta henni saman og skafið upp úr henni með skeið.

Blandið saman í skál og myljið piparostinn yfir. Saltið og piprið.

Setjið aftur í kartöfluna og út á grillið aftur.

Áður en kartöflurnar eru bornar fram skal setja sýrðan rjóma ofan á þær og svolítið saxað kóríander til skrauts.