Trausti Breiðfjörð Magnússon
Trausti Breiðfjörð Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björn Bjarnason fjallar um bensínstöðvabrask borgarstjóra á vef sínum og segir að markvisst hafi verið reynt að þagga niður opinberar umræður um samningana. Þá vísar hann til fréttar Morgunblaðsins um málið snemma árs en að borgarstjóri hafi brugðist við með því að segja að taka þyrfti fréttum Morgunblaðsins með fyrirvara í aðdraganda kosninga!

Björn Bjarnason fjallar um bensínstöðvabrask borgarstjóra á vef sínum og segir að markvisst hafi verið reynt að þagga niður opinberar umræður um samningana. Þá vísar hann til fréttar Morgunblaðsins um málið snemma árs en að borgarstjóri hafi brugðist við með því að segja að taka þyrfti fréttum Morgunblaðsins með fyrirvara í aðdraganda kosninga!

Björn bendir á að ótrúlega lítið hafi verið minnst á bensínstöðvamálin í aðdraganda kosninganna en nú hafi annar af borgarfulltrúum Sósíalista, Trausti Breiðfjörð Magnússon, skrifað um þau og segi að borgin gefi olíufélögunum grænt ljós á lóðabrask.

T rausti segi að í borgarráði hafi verið lögð fram tillaga um að færa Skeljungs-lóðina við Birkimel frá Skel fjárfestingarfélagi til félagsins Reirs þróunar. Á lóðinni megi byggja án greiðslu innviðagjalds en kjörnir fulltrúar fái engar upplýsingar um söluverð lóðarinnar.

Björn segir að Morgunblaðið hafi spáð því í leiðara að þetta bensínstöðvabrask borgarstjóra mundi draga ófagran dilk á eftir sér. Grein borgarfulltrúa Sósíalista sýni að viðvörunarorðin hafi verið réttmæt. „Nú þegar olíufélög breytast í fasteignafélög og taka að selja fríðindalóðirnar til annarra fasteignafélaga er réttmætt að tala um lóðabrask með leynd og leyfi borgarráðs,“ segir Björn.

Hvers vegna telur borgarstjóri eðlilegt að afhenda slík gæði með þessum hætti?