Landsliðsmaður Kári Jónsson verður áfram hjá meisturunum.
Landsliðsmaður Kári Jónsson verður áfram hjá meisturunum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals og mun leika með liðinu á næstu leiktíð.
Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Kári varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta tímabili með Val á síðustu leiktíð, eftir sigur á Tindastóli í oddaleik í úrslitum. Bakvörðurinn er uppalinn hjá Haukum en hefur einnig leikið með spænska stórliðinu Barcelona og nágrannaliði þess Girona. Kári skoraði tæplega 16 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.