Hljómsveitin Dirty Cello kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Fyrir sveitinni fer Rebecca Roudman sellóleikari, sem býr og starfar í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Hljómsveitin Dirty Cello kemur fram á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20. Fyrir sveitinni fer Rebecca Roudman sellóleikari, sem býr og starfar í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mun þetta vera í þriðja sinn sem sveitin heldur í tónleikaferðalag til Íslands, en sveitin ferðast vítt og breitt um heiminn til að leika blús- og rokkskotna tónlist sína. The Oakland magazine lýsir sveitinni með orðunum: „funky, karnival, rómantísk, kynþokkafull, afar taktviss og aðeins einstöku sinnum klassísk.“ Að sögn Roudman er markmið sveitarinnar ávallt að skemmta áheyrendum sem best með stuði. Allar nánari upplýsingar og miðasala er á vefnum dirtycello.com.