700 þúsund fóru í gegnum völlinn í júní. Það er fimmföld fjölgun frá því í fyrra.
700 þúsund fóru í gegnum völlinn í júní. Það er fimmföld fjölgun frá því í fyrra. — Morgunblaðið/Eggert
Mikil aukning hefur verið á umferð farþega um Keflavíkurflugvöll síðustu mánuði. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.

Mikil aukning hefur verið á umferð farþega um Keflavíkurflugvöll síðustu mánuði. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Endurheimtin gengur vel og við erum komin mjög nálægt tölunum árið 2019,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið.

Spurður, hvort Leifsstöð hafi staðið frammi fyrir svipuðum erfiðleikum og aðrir flugvellir í Evrópu eftir kórónuveirufaraldurinn, neitar Guðjón því. „Það gekk vel að ráða í sumarstörf fyrir alla starfsemi vallarins og því raðir verið svipaðar og vanalega.“