Steffan Kvamme gleðst yfir sáttum.
Steffan Kvamme gleðst yfir sáttum.
„Mér er öllum létt,“ segir SAS-flugmaðurinn Steffan Kvamme í samtali við norska ríkisútvarpið NRK .

„Mér er öllum létt,“ segir SAS-flugmaðurinn Steffan Kvamme í samtali við norska ríkisútvarpið NRK . Kvamme er einn 560 flugmanna sem fékk uppsagnarbréf í hendur meðan kórónuveirufaraldurinn geisaði, en nýir samningar í kjölfar harðvítugs 15 daga verkfalls flugmanna hljóða upp á endurráðningu 450 þeirra sem sagt var upp.

„Þetta eru býsna góðar fréttir, ástandið hefur verið ískyggilegt síðustu tvö árin,“ segir Kvamme, sem nú fær að fljúga um loftin blá á ný undir stýri farþegaþotna flugfélagsins skandinavíska, sem bjargað hefur verið oftar frá þroti en elstu menn muna. „Við ráðum flugmennina aftur í hollum eftir því sem markaðurinn skilar sér til baka eftir faraldurinn,“ segir Tonje Sund, fjölmiðlafulltrúi SAS, við NRK .