Trom Dönsku leikararnir Ulrich Thomsen og Maria Rich, ásamt færeyska leikaranum Olaf Johannessen úr Trom á sjónvarpsþáttahátíð í Mónakó.
Trom Dönsku leikararnir Ulrich Thomsen og Maria Rich, ásamt færeyska leikaranum Olaf Johannessen úr Trom á sjónvarpsþáttahátíð í Mónakó. — AFP
Raunveruleikaþáttaröðin The Bachelor hefur fengið mest endurgreitt úr endurgreiðslukerfi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á þessu ári. Greiðslan nemur um 75 milljónum króna.

Raunveruleikaþáttaröðin The Bachelor hefur fengið mest endurgreitt úr endurgreiðslukerfi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands á þessu ári. Greiðslan nemur um 75 milljónum króna. Eins og hefur verið greint frá var tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor tekinn upp hér á landi og sýndur í vor. Endurgreiðslukerfið heyrir nú undir menningar- og viðskiptaráðuneytið sem hefur falið Kvikmyndamiðstöð Íslands umsjón.

Færeysku sjónvarpsþættirnir Trom fylgja Bachelor á eftir en þeir hafa hlotið 61 milljón frá Kvikmyndamiðstöð í formi endurgreiðslna. Trom voru ólíkt The Bachelor ekki teknir upp hér á landi heldur voru þeir fyrstu þættirnir í sögunni til að vera eingöngu teknir upp í Færeyjum. Leifur B. Dagfinnsson, Elín Mjöll Þórhallsdóttir og Kristinn Þórðarson komu öll að framleiðslu þáttanna en þau eru öll á snærum íslenska framleiðslufyrirtækisins True North.

Í þriðja sæti er íslenska kvikmyndin Leynilögga sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrr á þessu ári. Hún var framleidd af Pegasus og fékk 20 milljónir í endurgreiðslu. Upplýsingar um endurgreiðslur til verkefna er hægt að nálgast á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar.