Goðsagnakennda hljómsveitin Queen heldur áfram að verja titilinn um eina vinsælustu hljómsveit allra tíma. Á dögunum skráði hljómsveitin sig í breskar sögubækur þegar í ljós kom að fyrsta safnplatan sem sveitin gaf út árið 1981 sló enn eitt sölumetið.

Goðsagnakennda hljómsveitin Queen heldur áfram að verja titilinn um eina vinsælustu hljómsveit allra tíma. Á dögunum skráði hljómsveitin sig í breskar sögubækur þegar í ljós kom að fyrsta safnplatan sem sveitin gaf út árið 1981 sló enn eitt sölumetið. Vinsældir Queen eiga engan sinn líka en safnplatan Greatest Hits er eina platan sem hefur selst í yfir sjö milljónum eintaka í Bretlandi. Áætlað hefur verið að plötuna sé að finna á fjórða hverju heimili landsins. Það verður að teljast nokkuð magnaður árangur. „Breskur almenningur og góður smekkur hans á tónlist hefur gert þessa plötu að þeirri mest seldu í sögunni,“ sagði Roger Taylor, trommuleikari Queen, í yfirlýsingu.

Nánar á K100.is