Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 219 stig í júní 2022 og lækkar um 0,8% frá fyrri mánuði. Gildið 100 miðast við stöðuna í janúar 2011.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 219 stig í júní 2022 og lækkar um 0,8% frá fyrri mánuði.

Gildið 100 miðast við stöðuna í janúar 2011. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu og er reiknað meðalfermetraverð fyrir sex flokka íbúðarhúsnæðis.

Vísitalan stóð í 212,2 stigum í janúar og hefur því hækkað um 3,2% á fyrri hluta ársins. Til samanburðar hækkaði vísitalan um 0,35% á fyrri hluta síðasta árs en lækkaði um 2,4% á fyrri hluta árs 2020. Sú lækkun skýrðist ekki síst af kórónuveirufaraldrinum en hrun varð þá í skammtímaleigu íbúða til erlendra ferðamanna og efnahagshorfur versnuðu. Vísitalan var 204 stig í febrúar 2020 og náði ekki hærra gildi fyrr en í ágústmánuði 2021, er hún var 207,8 stig. baldura@mbl.is