Undrandi Joe Penhale sér sjaldan marga leiki fram í tímann.
Undrandi Joe Penhale sér sjaldan marga leiki fram í tímann.
Streymisveitan Viaplay er þekktust hérlendis fyrir að sýna íþróttaefni en þar leynist fleira, eins og þáttaraðir og kvikmyndir.

Streymisveitan Viaplay er þekktust hérlendis fyrir að sýna íþróttaefni en þar leynist fleira, eins og þáttaraðir og kvikmyndir. Rétt er að geta þess að þar er hægt að finna íslenskt efni, enda er Viaplay skandinavískt fyrirbæri og býður upp á efni frá nágrannaþjóðum okkar.

Ein af þeim þáttaröðum sem þar leynast eru bresku þættirnir um Martin lækni eða Doc Martin. Þættirnir voru vitanlega sýndir á RÚV eins og fólk þekkir en þá sá ég þættina af og til. Undanfarið hef ég horft á fleiri þætti um Martin og þekki efnistökin betur.

Mér þótti týpan alltaf mjög áhugaverð og snilldarlega vel leikin af Martin Clunes, sem mun vera ljómandi huggulegt prúðmenni. Eins og svo oft þegar Bretar setja saman gamanþætti, þá er persónugalleríið mjög litríkt í þáttunum.

Sögusviðið er fámennt sjávarpláss í suðurhluta Englands og það er óneitanlega áhyggjuefni hversu oft fólk veikist hastarlega þar í fámenninu. Lögregluþjónninn í plássinu, Joe Penhale, hefur í nógu að snúast eins og læknirinn. Ég hef alltaf samúð með Penhale og finn sérstaklega til með honum þegar hann er í mótvindi. Veit ekki hvort það segir eitthvað um mig.

Kristján Jónsson