Ein teikninga Juliu Tsvetkovu.
Ein teikninga Juliu Tsvetkovu.
Rússneska listakonan Julia Tsvetkova var í vikunni sýknuð af ákæru þess efnis að hún væri að dreifa klámefni og kynsegin áróðri, en hún átti allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér.
Rússneska listakonan Julia Tsvetkova var í vikunni sýknuð af ákæru þess efnis að hún væri að dreifa klámefni og kynsegin áróðri, en hún átti allt að sex ára fangelsi yfir höfði sér. Tsvetkova, sem er femínisti og kynsegin aðgerðasinni, var handtekin 2019 og sætti þá fjögurra mánaða gæsluvarðhaldi fyrir að deila teikningum af kvenlíkamanum á bloggi sínu sem nefnist Píkusögur. Réttarhöldin gegn henni vöktu hörð mótmæli í heimalandi hennar. Samkvæmt frétt BBC leiða flest mál sem enda fyrir dómstólum í Rússlandi til sakfellingar og fagnar Amnesty International því sýknudóminum. Ákæruvaldið hefur tíu daga til að áfrýja dómnum og því segir móðir Tsvetkovu enn of snemmt að fagna.