Sigurmark Hin enska Georgia Stanway fagnar einkar glæsilegu sigurmarki gegn Spánverjum með Lauren Hemp í Brighton í gærkvöldi.
Sigurmark Hin enska Georgia Stanway fagnar einkar glæsilegu sigurmarki gegn Spánverjum með Lauren Hemp í Brighton í gærkvöldi. — AFP
Heimakonur í Englandi tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í fimmta sinn með 2:1-sigri á Spáni í fyrsta leik átta liða úrslitanna í Brighton á suðurströnd Englands í gærkvöldi.

Heimakonur í Englandi tryggðu sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í fimmta sinn með 2:1-sigri á Spáni í fyrsta leik átta liða úrslitanna í Brighton á suðurströnd Englands í gærkvöldi. England mætir annað hvort Svíþjóð eða Belgíu í undanúrslitum.

Úrslitin réðust í framlengingu en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Ezther González, leikmaður Real Madrid, kom Spánverjum yfir með sínu fyrsta marki á mótinu á 54. mínútu en varamaðurinn Ella Toone, sem leikur með Manchester United, jafnaði fyrir England á 84. mínútu með sínu fyrsta marki á mótinu og því varð að framlengja.

Georgia Stanway skoraði sigurmarkið með þrumufleyg af löngu færi á 96. mínútu. Stanway skipti á dögunum úr Manchester City til Bayern München, þar sem hún verður liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur.