Gölturinn vann. V-NS Norður &spade;ÁK842 &heart;Á10543 ⋄109 &klubs;4 Vestur Austur &spade;63 &spade;7 &heart;DG6 &heart;9872 ⋄DG8532 ⋄ÁK7 &klubs;G10 &klubs;K8532 Suður &spade;DG1095 &heart;K ⋄64 &klubs;ÁD976 Suður spilar 6&spade;.

Gölturinn vann. V-NS

Norður
ÁK842
Á10543
109
4

Vestur Austur
63 7
DG6 9872
DG8532 ÁK7
G10 K8532

Suður
DG1095
K
64
ÁD976

Suður spilar 6.

„Ég er með útspilsvandamál handa ykkur.“ Óskar ugla hafði verðið að fylgjast með lokabaráttunni í bandarísku bikarkeppninni og vildi deila þeirri reynslu með félögum sínum. Slemma í spaða var sögð á báðum borðum eftir snarpar sagnir: Vestur opnaði á veikum 2, norður sýndi hálitina með 3, austur hindraði í 5 og suður stökk í 6. „Nú er að spila út,“ sagði Óskar og breiddi væng yfir spil norðurs, austurs og suðurs.

Magnús mörgæs: „Ég spila út laufgosa. Þeir eru greinilega viðbúnir tígulútspili.“

Gölturinn: „Tíguldrottning. Ég trúi ekki að suður sé með kóng annan í tígli – það er eina staðan þar sem það gæti legið á laufútspili.“

Óskar dró vænginn að sér: „Nákvæmlega þetta gerðist í leik Schwartz og Weingold – lauf kom út á öðru borðinu, tígull á hinu. Sautján impa sveifla.“