— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurnar við Ráðhúspollinn þekkja velunnara sína á færi og eru fljótar til þegar þeir koma færandi hendi með brauðmola. Ekki síst þegar um er að ræða þá sem þangað koma oft og reglulega og gauka að þeim góðgæti af ýmsu tagi.

Endurnar við Ráðhúspollinn þekkja velunnara sína á færi og eru fljótar til þegar þeir koma færandi hendi með brauðmola. Ekki síst þegar um er að ræða þá sem þangað koma oft og reglulega og gauka að þeim góðgæti af ýmsu tagi. Þá koma þær kjagandi og kvakandi, alls óhræddar.

Veðrið lék við borgarbúa í gær og ekki síst í skjólinu og gróandanum niðri í Miðbæ, þar sem mátti jafnvel sjá innfædda innan um ferðamenn.