Alison dos Santos
Alison dos Santos — AFP
Brasilíumaðurinn Alison dos Santos fagnaði sigri í 400 metra grindahlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Oregon í Bandaríkjunum í gær. Dos Santos kom fyrstur í mark á 46,29 sekúndum, sem er þriðji besti tími sögunnar.

Brasilíumaðurinn Alison dos Santos fagnaði sigri í 400 metra grindahlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Oregon í Bandaríkjunum í gær. Dos Santos kom fyrstur í mark á 46,29 sekúndum, sem er þriðji besti tími sögunnar. Norski heimsmethafinn Karsten Warholm þurfti að sætta sig við sjöunda sæti. Dos Santos hafnaði í þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sama hlaupi og Warholm setti heimsmetið.

Í 1.500 hlaupi karla vann Bretinn Jake Wightman óvæntan sigur eftir baráttu við ólympíumeistarann Jakob Ingebrigtsen frá Noregi.

Kristjan Ceh frá Slóveníu setti nýtt mótsmet í kringlukasti, er hann kastaði 71,13 metra og vann öruggan sigur. Svíinn Daniel Ståhl, ólympíumeistari og lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar, komst óvænt ekki á verðlaunapall. Þá vann Ástralinn Eleanor Patterson hástökk kvenna með stökki upp á 2,02 metra. Jaroslava Mahuchikh frá Úkraínu stökk sömu hæð en Patterson þurfti færri tilraunir til.