Spennandi Við mælum heils hugar með því að þið smakkið þessa marineringu.
Spennandi Við mælum heils hugar með því að þið smakkið þessa marineringu.
Kóresk matargerð nýtur mikilla vinsælda, enda er þar að finna sérlega skemmtilegar bragðsamsetningar sem hitta í mark.

Hér getur að líta uppskrift að svokallaðri skirt-steik eða flank-steik sem er þunnur vöðvi sem hefur ekki átt upp á pallborðið hérlendis. Það skiptir þó ekki höfuðmáli hér. Við hvetjum ykkur til að prófa marineringuna á góðan bita af nautakjöti sem þið grillið eftir kúnstarinnar reglum og þunnskerið svo.

Marinering

2 msk. ólífuolía

2 msk. sojasósa

1 hvítlauksgeiri, kraminn

½ rauður chili, saxaður

1 tsk. rifinn sítrónubörkur

2 msk. sítrónusafi

300 g skirt-steik

1 msk. olía

¼ pk. grænkál, rifið

4 stórir sveppir

Salt og pipar eftir smekk

Sósa

1 msk. olía

1 tsk. sesamolía

1 tsk. sítrónusafi

1 tsk. púðursykur

1 tsk. sojasósa

Marinering: Blandið saman olíu, sojasósu, hvítlauk, chili, sítrónuberki og safa. Leggið steikina í marineringuna og látið helst liggja yfir nótt. Áður en steikin fer á grillið skal þerra steikina með eldhúspappír. Penslið með afgangnum af marineringunni meðan kjötið grillast.

Grillið í um það bil þrjár mínútur á hvorri hlið (eða eftir því hversu þykkan bita þið eruð með.

Til að gera sósuna er best að setja öll hráefnin í krukku og hrista vel.

Grillið kálið og sveppina með og penslið með marineringunni.

Berið fram með sósunni.

Snjallt er að bera kjötið fram á heitum steini eða diski sem heldur kjötinu heitu.