— Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þegar Solla Eiríks grillar er von á góðu og hér býður hún upp á dýrindis uppskriftir úr eigin uppskriftabanka, sem ættu að hitta í mark.
Grillað hvítkál/toppkál með kryddjurtamauki

1 hvítkáls-/toppkálshaus

½ dl ólífuolía

½ tsk chipotle-pipar

eða reykt paprika

sjávarsalt til að strá yfir

Kryddjurtamauk

100 g pistasíuhnetur

50 g kóríander

25 g steinselja

25 g minta

2 vorlaukar

3 hvítlauksrif

150 ml ólífuolia

1 msk hlynsýróp

3 límónur, safi og börkur

1 msk þurrkað óreganó

1 tsk sjávarsalt

1 tsk nýmalaður svartur pipar

Hitið grillið.

Hrærið chipotle-piparnum út í ólífuolíuna. Skerið kálið eftir endilöngu í 2 cm þykkar sneiðar, leggið á ofnskúffuna og penslið með chipotleolíunni. Stráið sjávarsalti yfir. Setjið á meðalheitt grill í 5-6 mínútur og snúið kálinu við og klárið að grilla í aðrar 5-6 mínútur eða þar til það er eldað í gegn og svolítið brennt í kantana.

Kryddjurtamauk

Setjið allt nema límónubörk í matvinnsluvél og maukið saman. Bætið límónuberkinum útí og blandið létt. Tilbúið. Setjið vænan skammt af mauki ofan á heitt kálið og njótið.

Þetta er frábært sem aðalréttur en líka sem meðlæti.

Marineringar

Einföld marinering

5 dl ólífuolía

½ - 1 tsk sjávarsaltflögur

smá nýmalaður svartur pipar

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 6 vikur í kæli.

Asísk marinering

3 msk. tamarisósa

3 msk. sítrónusafi

2 msk. hlynsýróp

2 msk. ólífuolía

2 msk. ristuð sesamolía

2 msk. hrísgrjónaedik eða edik að eigin vali

1 msk. engiferskot

3 hvítlauskrif, pressuð

½ tsk chiliflögur

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli.

Miðjarðarhafsmarinering

3 msk. ólífuolía

3 msk. sítrónusafi

1 hvítlauksrif, pressað

1 tsk. tímían, þurrkað

1 tsk. óreganó, þurrkað

½ tsk. sinnepsduft

½ tsk. sjávarsalt

smá nýmalaður svartur pipar

Allt sett í krukku og hrist saman. Geymist í 2-3 vikur í kæli.